Frumtak Ventures hefur ásamt bandaríska áhættufjárfestingasjóðinum Capital A Partners og fyrri fjárfestum fjárfest í tæknifyrirtækinu Kaptio ehf., og nemur fjárfestingin alls 325 milljónir króna. Þessi fjármögnun er liður í því að gera Kaptio kleift að styrkja vöruþróun og sölu á Kaptio Travel lausninni á Bretlandsmarkaði og undirbúa frekari vöxt fyrirtækisins alþjóðlegum markaði. Kaptio Tra­vel, sem er aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja. Hug­búnaðarlausn­in er hönnuð sem viðbót við Sa­les­force.com viðskiptatengsla­kerfið (CRM) en Sa­les­force er eitt þekktasta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum. Kaptio er með söluskrifstofu í London, en fyrirtækið rekur einnig þróunarskrifstofur í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi.

Frekari upplýsingar er að finna á http://kaptio.com/