Frumtak Ventures, ásamt fjórum leiðandi tæknifjárfestum og sjóðum á Íslandi og Danmörku, sem fjárfesta í nýsköpunar­fyrirtækjum, fjárfestu fyrir liðlega 270 milljónir íslenskra króna í hug­búnaðar­fyrirtækinu Activity Stream, sem framleiðir og selur næstu kynslóð viðskipta­hugbúnaðar. Öll þróun á hugbúnaðinum, sem nýtir gervigreind til að bæta rekstur og þjónustu, verður á Íslandi en fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Danmörku. Með því að mynda samstarf sjóða um þessa fjárfestingu bæði hérlendis og erlendis þá ættu öll skilyrði að vera til staðar til að geta tryggt Activity Stream þann stuðning sem þarf til að ná langt á alþjóðamarkaði.

Frekari upplýsingar er að finna á https://www.activitystream.com/