Frétt fengin af vef mbl.is. Hana má sjá nánar hér.

Íslenska fyr­ir­tækið Control­ant er við það að ljúka samn­ingi við ísra­elska lyfja­fyr­ir­tækið Teva um að nýta lausn þeirra fyr­ir alla virðiskeðju þess. Control­ant smíðar hita­skynj­ara sem senda upp­lýs­ing­ar í raun­tíma um staðsetn­ingu og hita­stig þeirra vara sem verið er að flytja og get­ur þannig komið í veg fyr­ir sóun á vör­um sem eru viðkvæm­ar gagn­vart mikl­um hita­breyt­ing­um.

Teva er eitt stærsta lyfja­fyr­ir­tæki í heimi en heild­ar­tekj­ur þess árið 2018 námu 18,9 millj­örðum Banda­ríkja­dala. Verður Teva þar með ann­ar af stóru lyfja­fram­leiðend­un­um til þess að hafa raun­tíma­y­f­ir­sýn yfir alla virðiskeðju sína en Control­ant samdi síðastliðið haust við írska lyfja­fyr­ir­tækið Allerg­an sem hef­ur í dag þessa raun­tíma­y­f­ir­sýn. Þá er fyr­ir­tækið einnig með samn­ing við AstraZeneca og í burðarliðnum eru samn­ing­ar við allra stærstu lyfjarisa í heimi sem sum­ir hverj­ir eru að hefja próf­an­ir á vöru Control­ant á næstu mánuðum. Að sögn Gísla Herjólfs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra og eins stofn­enda Control­ant, nem­ur virði hvers og eins samn­ings við of­an­tal­in fyr­ir­tæki millj­ón­um Banda­ríkja­dala á ári.