SIDEKICK HEALTH

„SidekickHealth er hugbúnaður sem nýtir atferlishagfræði, leikjatækni og gervigreind til að greina áhættuþætti og hafa áhrif á heilsuhegðun í þeim tilgangi að draga úr algengi og alvarleika lífsstílstengdra sjúkdóma.“

CONTROLANT

„Við þróum vöktunarlausnir sem koma í veg fyrir skemmdir á lyfjum og matvælum í allri virðiskeðjunni.“

TULIPOP

Við höfum skapað heillandi ævintýraheim sem býður upp á endalausa möguleika í vöruþróun og afþreyingu.

MENIGA

„Við erum leiðandi í heiminum á sviði hugbúnaðarlausna fyrir heimilisfjármál og næstu kynslóð netbanka.“

KAPTIO

„Við þróum næstu kynslóð bókunarkerfa fyrir ferðaiðnaðinn þar sem upplifun viðskiptavinar situr í fyrirrúmi.“

ARCTIC TRUCKS

„Við sérsníðum og þróum lausnir fyrir ökutæki sem bæta aksturseiginleika og víkka notkunarsvið þeirra.“

Virkar fjárfestingar

Cloud based platform for ship owners and charterers to manage and share ship data and collaborate

Patient centric digital care platform that is scalable across a wide range of chronic illnesses

Real-time supply chain visibility solution, delivered as a service

Integrated SaaS solution for managing deskless operations in hotel operations

Sales Enablement Software for Salesforce, Digital Asset Management (DAM) 

Re-engineering the world’s best 4×4 vehicles to give the same driving experience whatever the adventure

Digital banking platform that helps banks, businesses and individuals manage their financial data

SaaS platform to sell and operate multi-day travel itineraries, powered by Salesforce

A marketing platform made exclusively for the event industry

Visual planning solution for the generic pharma industry

Fantasy world and lifestyle brand from Iceland

Human Resource SaaS solution focused on streamlining onboarding of new hires

Diversity, Equality and Inclusion specialist with solutions for workplaces globally

Sports teach management and calendar application that simplifies all communication, planning and organization

Enabling a better sounding world with next generation sound simulation and spatial audio technology

Diversity, Equality and Inclusion specialist with solutions for workplaces globally

Sports teach management and calendar application that simplifies all communication, planning and organization

Enabling a better sounding world with next generation sound simulation and spatial audio technology

Fréttir

Andri Heiðar í eigendahóp Frumtaks Ventures

Andri Heiðar í eigendahóp Frumtaks Ventures

Andri Heiðar Kristinsson kemur inn í hóp eigenda Frumtak Ventures og verður fjárfestingastjóri. Undanfarið hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands í fjármála- og efnahagsráðuneytinu Í tilkynningu um vistaskiptin segir að Andri Heiðar muni gegna...

read more

Fjárfestingaferli Frumtak Ventures

Þegar við, fjárfestingastjórar Frumtaks, höfum fundið verkefni sem okkur finnst spennandi tökum við það formlega fyrir og ákveðum að leggja það fyrir stjórn sjóðsins til kynningar því það er stjórn sjóðsins sem tekur hina eiginlegu fjárfestingarákvörðun. Stjórnarfundir eru yfirleitt mánaðarlega. Kynningin er með þeim hætti að frumkvöðullinn mætir á stjórnarfundinn og kynnir verkefnið í 50 mínútur þar sem gert er ráð fyrir 10-15 mínútum í spurningar og svör. Það er mikilvægt að geta náð á skýran og skilvirkan hátt að útskýra fjárfestingatækifærið. Ef það tekst þá liggur ákvörðun fyrir eftir fundinn, annaðhvort að hafna verkefninu eða að fjárfestingastjórar sjóðsins fá heimild til að ganga til samninga.

Það getur tekið tíma að ganga frá samningum og sérstaklega að ljúka áreiðanleikakönnunum. Það ræðst mikið til af því hvað frumkvöðullinn hefur unnið heimavinnuna sína vel og skjalað vel það sem hann er að gera. Þá gengur allt betur. Hjá Frumtaki er stefnt að því að ferillinn frá því að verkefnið er formlega tekið fyrir þangað til fjármunir eru komnir til fyrirtækisins taki innan við 90 daga.

Það eru margir sem halda að þarna ljúki málinu en það er öðru nær því þarna hefst sameiginleg vegferð aðila sem ætlað er að skila árangri. Það þarf að vera skilningur á væntingum og framlagi aðila og sérstaklega er það mikilvægt fyrir frumkvöðulinn að skilja að fjárfestingasjóðurinn getur verið mikilvægur bandamaður með ráðgjöf sinni og samböndum en hann tekur ekki yfir ábyrgðina t.d. á rekstri eða fjármögnun félagsins. Fjárfestirinn á að hafa stefnumótandi hlutverk þar sem hann styður frumkvöðulinn í að ná markmiðum sínum með félagið. Á sama hátt á frumkvöðullinn að nýta sér þennan stuðning en hann þarf að skilja að fjárfestinum eru takmörk sett varðandi þann tíma sem hann hefur til að vera með félaginu og getur því þurft að selja fyrr en frumkvöðullinn.

Á þennan hátt ná báðir aðilar því besta út úr samstarfinu.

Teymið

Svana Gunnarsdóttir

Svana Gunnarsdóttir

Framkvæmdastjóri

Svana Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri og einn eigenda Frumtak Ventures, sem er umsýsluaðili Frumtakssjóðanna. Svana er með alþjóðlega meistara gráðu frá Nyenrode University í Hollandi og var hluti af því námi við Kellogg School of Management í Bandaríkjunum og Stellenbosch University í Suður Afríku. Svana hefur mikla reynslu af stofnun og rekstri sprota og frumkvöðlafyrirtækja erlendis sem og samruna og yfirtöku. Hefur hún einnig komið að stjórnarsetu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í öðrum sprotafyrirtækjum. Svana hefur setið í stjórnum þeirra félaga sem eru í eignasafni Frumtaks. Svana bjó í 18 ár í Hollandi en flutti heim árið 2009.

 

Ásthildur Otharsdóttir

Ásthildur Otharsdóttir

Fjárfestingastjóri

Ásthildur er einn eigenda og fjárfestingastjóra Frumtaks Ventures. Áður en hún gekk til liðs við eigendahópinn var hún stjórnarformaður félagsins frá 2015-2021. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa félaga, til að mynda stjórn Marel frá 2010-2021, þar af síðustu sjö árin sem sem stjórnarformaður félagsins, og stjórn Icelandair Group frá 2012-2019. Áður leiddi Ásthildur viðskiptarþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjármögnun, og starfaði sem rekstrarráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafélaginu Accenture. Ásthildur er með MBA frá Rotterdam School of Management og próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ásamt stjórnarsetu í fyrirtækjum í eignasafni Frumtaks situr hún í stjórn Íslandsstofu, í háskólaráði Háskóla Íslands og ráðgjafaráði Boards Impact Forum.

 

Andri Heiðar Kristinsson

Andri Heiðar Kristinsson

Fjárfestingastjóri

Andri Heiðar Kristinsson er einn eigenda og fjárfestingastjóri Frumtak Ventures. Andri býr yfir um tveggja áratuga reynslu í tækni og nýsköpun hér heima og erlendis. Áður en Andri gekk til liðs við Frumtak var hann framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, þróunastjóri hjá LinkedIn í San Francisco og stofandi sprotafyrirtækisins Travelade. Þá var Andri einnig stofnandi og framkvæmdastjóri Klak Icelandic Startups (áður Innovit) og frumkvöðlakeppninnar um Gulleggið. Jafnframt hefur Andri setið í stjórnum fyrirtækja og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum ásamt því að hafa verið englafjárfestir í fjölda sprotafyrirtækja. Andri er með B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá Stanford háskóla.

 

Rakel Sigurðardóttir

Rakel Sigurðardóttir

Fjármálastjóri

Rakel Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er fjármálastjóri Frumtaks. Rakel lauk BSc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík í janúar 2011 og vinnur nú að því að ljúka meistaranámi í Forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst. Áður hafði hún starfað um árabil hjá dómstól og á lögfræðistofu. Samhliða námi starfaði hún við bókhalds- og skrifstofustörf. Fyrir utan að sjá um fjármál Frumtaks sér hún um fjárhagsupplýsingar fyrirtækja í eignasafninu og skýrslugerðir ásamt uppýsingagjöf til hluthafa. 

Brynja Í. Eyjólfsdóttir

Brynja Í. Eyjólfsdóttir

Greinandi

Brynja Ísfeld Eyjólfsdóttir viðskiptafræðingur er greinandi Frumtaks. Að auki sinnir hún skýrslugerð og markaðsmálum. Brynja lauk BSc. prófi í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands árið 2018. Hún vinnur nú að því að ljúka meistaranámi í Fjármálum fyrirtækja við Háskóla Íslands. Samhliða námi hefur Brynja unnið við ferðaþjónustu en gekk til liðs við Frumtak sem nemi árið 2019 samhliða meistaranámi

Fróði Steingrímsson

Fróði Steingrímsson

Lögfræðingur

Fróði Steingrímsson er lögfræðingur Frumtaks. Hann sinnir öllum lögfræðimálum Frumtaks og veitir stoðþjónustu og ráðgjöf til félaga í eignasafninu. Fróði hefur annast lögmannsstörf á flestum sviðum viðskiptalífsins, þ.m.t. veitt fjölda nýsköpunarfyrirtækja ráðgjöf, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi, en þar að auki hefur hann starfað hjá CCP og Símanum. Hann er með meistaragráðu í lögum (LL.M.) frá Columbia University í New York og kandidatspróf frá Háskóla Íslands auk réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi. Fróði er ennfremur aðjúnkt við lagadeild Háskólans að Bifröst og stundakennari við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Eggert Claessen

Eggert Claessen

Fjárfestingastjóri Emeritus

Eggert er fjárfestingastjóri Emeritus og einn eigenda Frumtak Ventures, sem er umsýsluaðili Frumtakssjóðanna. Hann var sjálfur að stofna og stýra rekstri sprota og frumkvöðlafyrirtækja á sviði upplýsingatækni frá árinu 1981 til 2006. Hann hefur unnið mikið að málefnum UT iðnaðarins og gegnt fjölda trúnaðarstarfa, síðast sem formaður SUT. Hann hefur einnig unnið að hagnýtingu þekkingarverðmæta og tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum á því sviði. Eggert var stundakennari hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík árin 2000-2010. Eggert lauk doktorsprófi í þekkingarstjórnun árið 2008 frá Brunel University/Henley Management College í Bretlandi þar sem hann sérhæfði sig í áhrifum óefnislegra verðmæta á frammistöðu lítilla UT fyrirtækja. Frá stofnun Frumtakssjóðanna hefur hann setið í stjórnum þeirra fyrirtækja sem eru í eignasafni Frumtaks ásamt því að taka virkan þátt í sprotaumhverfinu.

 

Stjórn Frumtak Ventures

Magnús Þór Torfason

Magnús Þór Torfason

Stjórnarformaður

Gunnar Engilbertsson

Gunnar Engilbertsson

Stjórnarmaður

Sigríður Sigurðardóttir

Sigríður Sigurðardóttir

Stjórnarmaður

Hafið samband

Við hjá Frumtak Ventures hvetjum frumkvöðla til að koma í „spjall“ til okkar því það geta verið fleiri verðmæti í samtalinu heldur en fjármunir til fjárfestinga. Þar sem Frumtak er vaxtarsjóður, þarf að vera komin vara, velta og viðskiptavinur. Þetta er oft ekki til staðar, en engu að síður mikilvægt að aðilar nái að kynnast því það styttir yfirleitt tímann sem þarf til kynninga seinna þegar þessi skilyrði eru uppfyllt. Spjallið verður þannig grunnur til að koma á gagnkvæmum skilningi á milli aðila og ekki síst til þess að byggja upp traust sem er forsenda þess að aðilar treysti sér til þess að vinna saman í framtíðinni

Best er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst og óska eftir fundi. Vinsamlegast athugið að við fjárfestum eingöngu á Íslandi

Kringlunni 7, 103 Reykjavík, Iceland

frumtak@frumtak.is

Við erum á Linkedin

Við erum á Facebook

Sendu okkur skilaboð

13 + 11 =